Vellíðan í starfi
-

Fyrirlestrar
Boðið er upp á fyrirlestra um vellíðan í starfi og starfsmótun. Fyrirlestrarnir henta stjórnendum og sérfræðingum, sem og almennu starfsfólki. Farið er yfir fræðin um vellíðan í starfi og starfsmótun þar sem áhersla er lögð á þá möguleika sem hver og einn hefur til að efla eigin vellíðan og árangur.
-

Vinnustofur
Á vinnustofunni er farið yfir helstu þætti í starfsumhverfinu sem hlúa að vellíðan. Einnig er ítarlega fjallað um starfsmótun, fræðin um það hvað hver og einn getur gert til að efla eigin starfsánægju. Skoðuð eru fjölmörg dæmi um starfsmótun og þátttakendur fá tækifæri til að rýna í eigið starf og taka fyrstu skrefin í átt að betri líðan í starfi.
-

Ráðgjöf
Boðið er upp á einstaklingsráðgjöf fyrir starfsfólk sem vill rýna í eigið starf og taka markviss skref til að efla árangur og ánægju í vinnunni.
Ráðgjöfin byggir á gagnreyndum rannsóknum á vellíðan í starfi og starfsmótun, sem og á áralangri reynslu ráðgjafa af vinnumarkaði, ýmist sem verkefna- og viðburðastjóri eða stjórnandi.